Sanchez segir af sér

Nei, enginn hefur sagt sig úr sósíalistaflokknum, ekki ennþá. 17 meðlimir í framkvæmdastjórn flokksins sögðu sig úr framkvæmdastjórninni. Tilgangurinn var að gera framkvæmdastjórnina óstarfhæfa. Pedro Sanchez hafði áformað að mynda ríkisstjórn með nýjum vinstriflokki, Podemos ("Við getum"), sem varð til vegna almennrar andstöðu við pólítík hægri flokksins. Hægri flokkurinn (PP) hafði hreinan meirihluta á þinginu fram til síðustu kosninga, og formaður flokksins og forsætisráðherra hefur orðið óvinsæll. Því olli niðurskurðarpólitík flokksins á menntamálum, heilbrigðismálum, félagsmálum, og samtímis mjög mikið atvinnuleysi. Það er erfitt að meta tölur fyrir atvinnuleysi á Spáni vegna þess að stór hlut atvinnulífsins er rekinn "svart", en atvinnuleysi virðist hafa verið rétt metið nærri 25 prósentum. Eitt mesta vandamálið í spænskum stjórnmálum felst í spillingunni sem er víðtæk. Þó að meðlimir sósíalistaflokksins hafi ekki farið varhluta af ákærum og fangelsisdómum fyrir spillingu, er það hægri flokkurinn sem hefur staðið femst í þeim málum. Núna er fjöldi framámanna flokksins undir ákærum fyrir spillingu, og í nær öllum héruðum landsins hafa einstakir framámenn flokksins hlotið fangelsisdóma, sumir langa dóma. Hægri flokkurinn (PP) er sjálfur sem júrídisk persona undir ákæru fyrir fjárhagslegt misferli og einnig fyir að hafa eyðilagt sönnunargögn.

Hægri flokkurinn misst meirihluta sinn á þingi í síðustu konsningum, en hefur ekki getað myndað ríkisstjórn. Aðrir flokkar hafa sagt nei við að vinna með hægri flokknum að stjórnarmyndun.

Einu leiðirnar til að mynda ríkisstjórn hafa verið annaðhvort að þingmenn sósíalistaflokksins sætu hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarmyndun hægri flokksins undir forsæti Rajoy, ellegar að sósíalistaflokkurinn myndaði samsteypustjórn með þáttöku nýja vinstri flokksins Podemos og enn fremur þjóðaflokkunum í Katalóníu og Baskalandi. Þetta hefur verið áform Sanchez. Og hann ætlaði að fá stuðning við þessa áætlum með því að leita til almennra flokksmanna um stuðning.

En svokallaðir "baronar" flokksins (barones), sem eru forystumenn flokksins í landshlutununm, voru marig mjög mótfallnir þessu. Því sögðu þeir eða samherjar þeirra sig úr framkvæmdastjórn flokksins til þess að hún gæti ekki tekið neinar ákvarðanir, komu í veg fyrir atkvæðagreiðslur flokksmanna og neyddu Sanchez til að segja af sér.

Framhaldið verður sennilega að sósíalistar (sem eru yfirleitt hægri sósíaldemókratar) munu sitja hjá við næstu atkvæðagreiðslu um ríkisstjórnarmyndun hægri flokksins. Til endurgjalds munu þeir sennilega fá að málaflokkar eins og atvinnumál, menntun, félagslegt öryggi, heilusgæsli muni fá amk. umtal af hálfu hinnar nýju ríkisstjórnar.


mbl.is Sánchez segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Örn Sævar Þorleifsson

Höfundur

Örn Sævar Þorleifsson
Örn Sævar Þorleifsson
Trúarbragðafræðingur, stjórmálafræðingur, búsettur á Spáni
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband